Kreppan.

+00002008-10-10T22:37:37+00:00312008b+00:00Föd., 10 Okt 2008 22:37:37 +0000 16, 2006 at 12:55 Z10 (Uncategorized)

Jæja, ef ég blogga ekki næst þá er komin kreppa og ég verð farinn sem flóttamaður til vatikansins (ef þeir vilja taka við mér) eða þá að ég nenni ekki að blogga.  Eða bretland sprengir okkur í tætlur, þá verð ég dáinn og þar af leiðandi get ég ekki bloggað. En í alvöru, ég held ég sé að fá taugaáfall,  síðast þegar það gerðist, var þegar þegar kók í dós var hækkað úr 105 krónum í 135 krónur en ég jafnaði mig fyrir rest.  En ég er ekki að fatta neitt í þessu helvítis kreppuógeði, mun bara allt fara á hausinn, Ísland fara á hausinn og við missum sjálfstæðið? Og svo kemur einhver þjóð og kaupir okkur og ef þau eru með her, þá fara allir karlar í herinn og allt brjálað?!

Ég er með svona sýn í hausnum á mér og það er ekki falleg sýn.

Sé fyrir mér Fellabæ, mannlausan bæ og búið að setja upp kjarnorkuver í Fellabæ, svona strjáboltar fjúkandi um og bara kettir labbandi um, svo er ég í danmörku á heræfingu! HVAÐ ER AÐ GERAST?!?!

Annars allt fínt að frétta.

3 athugasemdir

  1. Kolla said,

    Hehehehe….:) Ég hef nú eitthvað heyrt um það að Fellabær sleppi alveg, einfaldlega vegna þess hversu fagur sá bær er. 🙂

  2. Helgi said,

    Jú hann Fellabær hefur nú brætt ófá hjörtu. (Vegna of mikillar geislavirkni.)

  3. Björgvin said,

    hehehe… þú ættir að skrifa skáldsögu! 🙂

    neineinei, við erum í vondum málum en ekki svona vondum… hlutirnir verða sennilega dýrari en svo lagast það, bretar eru með stæla en það reddast líka, no worries manwhore 🙂

Færðu inn athugasemd